Skilmálar

Almennt

Bergúlfur áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru

Ef sækja á vöru samdægurs þarf það að vera eftir samkomulagi. Yfirleitt er opið en óskað er eftir að viðskiptavinir hafi samband í gegnum síma 5552085 eða tölvupóst [email protected] áður en varan er sótt svo Bergúlfur sé heima. Ef senda á vöru í pósti þá reiknast 1500.- krónur aukalega á vöru. Athugið varan er send á næsta pósthús. Allar vörur eru sendar eins fljótt og hægt er eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun Bergúlfur hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Allar pantanir sem fara í pósti er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Bergúlfur ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá okkur til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Ef kaupandi er ekki ánægður með vöruna eða um er að ræða gjöf þá hefur sá sami 14 daga til að skila vörunni. Vöru sem er skilað þarf að vera í upprunalegum umbúðum og varan má ekki bera merki um notkun. Kvittun fyrir vöru þarf einnig að fylgja. Bergúlfur áskilur sér rétt til að taka ekki aftur við vöru sem ber merki notkunar eða er ekki í upprunalegum umbúðum.Sé kaupandi ekki ánægður með vöruna má skipta vörunni í aðra. Skilafrestur miðast við dagsetningu á sölunótu.. Kaupandi skilar vöru með því að koma á skrifstofu Bergúlfs eða senda hana til í pósti ásamt því að greiða póstburðargjaldið. Vinsamlegast látið vita áður en þið skilið vöru til okkar. Það er til að Bergúlfur viti að sending er væntanleg. Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar koma upp í sambandi við þessa skilmála eða annað sem tengist þessari vefsíðu.


Verð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Ábyrgð á vörum

Á vörugöllum er 1. árs ábyrgð. Dagsetning miðast við kaupnótu. Ábyrgð gildir ekki ef galla má rekja til slæmrar eða rangrar meðferðar á vöru. Allar vörur má þvo. Notast skal við stillingu fyrir viðkvæman þvott, ekki meira en 40 gráður. Ekki má setja hlífarnar í þurrkara. Hlífarnar skal heldur ekki setja á heitan ofn. Hlífarnar skal hengja upp eftir þvott. Sé um legghlífar að ræða skal fara í sokka áður en legghlífin er dregin á legginn. Þetta er til að legghlífin festist ekki á hælnum og hlífin rifni við mikið átak.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum í samræmi við gildadndi lög og reglur um meðferð persónuupplýsinga. http://www.althingi.is/lagas/142/2000077.html

Greiðslukortaupplýsingar

Ef kaupandi greiðir með greiðslukorti er greiðslan framkvæmd í gegnum vef Valitor. Bergúlfur geymir aldrei upplýsingar um greiðslukort kaupanda.

Lög og Varnarþing

Ef upp kemur ágreiningur sem ekki er hægt að leysa skal leita til Héraðsdóms Reykjaness.

Bergúlfur er í eigu

Kristins Björgúlfssonar

Þrastarás 8, íbúð 101

221 Hafnarfjörður, Ísland

Sími : +354 5552085

[email protected]

Allar greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslugátt Valitor

Karfan þín

Karfan þín er tóm.

Skoðaðu vöruúrvalið okkar.
Skoða körfu Fara á kassa